Ég vakna í bítið - The Beat | IVAR

Is volcano
Artist:
Album:
Title:
Year:
Track number:
Genres:
© License
 Portfolio
 Video

Lyrics

Ég vakna í bítið - The Beat
by Ivar Sigurbergsson

Ég vakna snemma morguns
á klukku snöggt ég lít
og klæði mig í flýti
og út um dyrnar hússins þýt
Ég vakna í bítið

Ég ek út bílastæðið
og epli í bílnum snæði
Ég vakna í bítið

Reyni þolinmæði að sýna
þó fallinn sé á tíma
Á rauðu ljósi
Umferðin er brjáluð
allir eru á nálum
Allt er á fullu

Borgin er vöknuð

Morgunstund gefur gull í mund
mundu það og eigðu góðan dag
morgunstund gefur gull í mund
mundu það og eigðu góðan dag
Morgunstund gefur gull í mund
mundu það og eigðu góðan dag
morgunstund gefur gull í mund
mundu það og eigðu góðan dag

Ég nálgast næstu gatnamót
við marga á þar stefnumót
Ljósin blikka út um allt
og rúðuþurrkur dansa í takt
Ég vakna í bítið

Í bítið finn ég hjartsláttinn
og þaðan kemur takturinn
Ég vakna í bítið

Nú er ég loks að renna í hlað
á réttum tíma og á réttum stað
Á grænu ljósi

Ég kaffi í bolla helli mér
nú góður dagur hafinn er
Allt er á fullu

Borgin er vöknuð

Morgunstund gefur gull í mund
mundu það og eigðu góðan dag
morgunstund gefur gull í mund
mundu það og eigðu góðan dag
Viltu stansa því ég vil dansa
við næstu gatnamót við eigum stefnumót
viltu stansa því ég vil dansa
við næstu gatnamót við eigum stefnumót
Morgunstund gefur gull í mund
mundu það og eigðu góðan dag
morgunstund gefur gull í mund
mundu það og eigðu góðan dag
Viltu stansa því ég vil dansa
við næstu gatnamót við eigum stefnumót
viltu stansa því ég vil dansa
við næstu gatnamót við eigum stefnumót
Morgunstund gefur gull í mund
mundu það og eigðu góðan dag